Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2020 23:24 Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há, þar af 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metra breið. Kystverket Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00