Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2020 15:41 Heilbrigðisráðherrann sagði málið áhyggjuefni þar sem nýja afbrigðið virtist dreifa sér hraðar og hafa stökkbreyst meira en önnur afbrigði SARS-CoV-2. epa/Will Oliver Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44