Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:49 Frá rússneska þinginu. Þar hafa þingmenn í vikunni samþykkt fjölda frumvarpa sem sögðu eru snúa að því að auka völd hins opinbera og takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. EPA/YURI KOCHETKOV Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar. Rússland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar.
Rússland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira