Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 08:00 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. Fyrstu bólusetningar í mörgum aðildarríkjum verða framkvæmdar á hjúkrunarheimilum í því skyni að vernda viðkvæmustu hópana. EPA/MARTIN DIVISEK Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn. Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn.
Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02