Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2020 17:37 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. EPA/MARTIN DIVISEK Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira