Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði.
Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik.
Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga.
Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante!
— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020
Barça 27-24 @psghand
Semifinal @ehfcl 19/20
Min 45
Lanxess Arena
#ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9
Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk.
Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs.
Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld.
Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld.