Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:09 Tatiana Golikova, varaforsætisráðherra Rússlands, greindi frá því að aukinn fjölda dauðsfalla í landinu á þessu ári samanborið við síðasta ár megi að miklu leyti rekja til covid-19. EPA/SPUTNIK/ALEXANDER ASTAFYEV Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira