Sekt forráðamanna Hvals hf sönnuð í tveimur sakamálum; hvað gerir ráðherra nú? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. desember 2020 11:01 Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar