Aflýsa óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2020 12:42 Skjálftanna í sumar og haust varð sérstaklega vart á Siglufirði. Vísir/Egill Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Óvissustigi var lýst yfir 20. júní síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 kílómetrum norðaustan við Siglufjörð. Í tilkynningu frá almannavarnadeild segir að á fyrstu þremur vikum eftir að skjálftarnir hófust í júní hafi mælst yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirka staðsetningarkerfi Veðurstofunnar. Fram að miðjum október hafi reglulega orðið skjálftar yfir 4 að stærð og nokkrar hrinur víðar á Tjörnesbrotabeltinu. Veðurstofan „Skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu hefur verið nokkuð stöðug undanfarnar vikur. Síðustu tvær vikur hafa um 60 skjálftar mælst þar í hvorri vikunni. Síðast varð skjálfti þar yfir 3 að stærð þann 2. desember og þar áður 19. nóvember, báðir voru þeir 3,1 að stærð. Þann 6. október varð síðast skjálfti yfir 4 að stærð en honum fylgdi töluvert aukin virkni og nokkrir skjálftar á milli 3 og 4 að stærð. Þeir voru staðsettir norðan við Gjögurtá. Jarðskjálftavirknin undanfarna mánuði hefur aukist tímabundið af og til og því ekki útilokað að virknin taki sig aftur upp á næstunni þótt virkni síðustu vikur hafi verið stöðug. Almannavarnadeild áréttar að þrátt fyrir að óvissustigi sé aflýst, þá er Tjörnesbrotabeltið virkt skjálftasvæði og stórir jarðskjálftar geta komið með litlum fyrirvara. Því eru íbúar á þessu svæði hvattir til þess að huga reglulega að jarðskjálftavörnum og festa vel alla innanstokksmuni og ganga vel frá lausamunum sem geta valdið tjóni ef jarðskjálftar verða,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um varnir og viðbúnað við jarðskjálfta má finna á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fjallabyggð Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavarnadeild segir að á fyrstu þremur vikum eftir að skjálftarnir hófust í júní hafi mælst yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirka staðsetningarkerfi Veðurstofunnar. Fram að miðjum október hafi reglulega orðið skjálftar yfir 4 að stærð og nokkrar hrinur víðar á Tjörnesbrotabeltinu. Veðurstofan „Skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu hefur verið nokkuð stöðug undanfarnar vikur. Síðustu tvær vikur hafa um 60 skjálftar mælst þar í hvorri vikunni. Síðast varð skjálfti þar yfir 3 að stærð þann 2. desember og þar áður 19. nóvember, báðir voru þeir 3,1 að stærð. Þann 6. október varð síðast skjálfti yfir 4 að stærð en honum fylgdi töluvert aukin virkni og nokkrir skjálftar á milli 3 og 4 að stærð. Þeir voru staðsettir norðan við Gjögurtá. Jarðskjálftavirknin undanfarna mánuði hefur aukist tímabundið af og til og því ekki útilokað að virknin taki sig aftur upp á næstunni þótt virkni síðustu vikur hafi verið stöðug. Almannavarnadeild áréttar að þrátt fyrir að óvissustigi sé aflýst, þá er Tjörnesbrotabeltið virkt skjálftasvæði og stórir jarðskjálftar geta komið með litlum fyrirvara. Því eru íbúar á þessu svæði hvattir til þess að huga reglulega að jarðskjálftavörnum og festa vel alla innanstokksmuni og ganga vel frá lausamunum sem geta valdið tjóni ef jarðskjálftar verða,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um varnir og viðbúnað við jarðskjálfta má finna á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fjallabyggð Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent