Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2020 07:18 Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47