Gleðilegt hýrt ár! Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:01 Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun