Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 14:39 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira