Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 14:39 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira