Heimsóknabann og möguleg samskipti Birgir Guðjónsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun