Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 12:23 Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í útvarpsþættinum Harmageddon. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira