Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 14:35 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa sýnatökur í New Jersey. AP/Seth Wenig Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira