Liðið sem var sæti neðar fékk að fara upp | „Algjörlega fáránlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 08:00 Halldór Stefán Haraldsson var með Volda í 3. sæti þegar mótið í Noregi var blásið af. MYND/VOLDA Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera. Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06