Eiga von á hlífðarbúnaði en skortur yfirvofandi Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2020 10:07 Heilbrigðisstarfsfólk í Bretlandi að störfum. Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Bretlands segir yfirvöld þurfa að gera enn meira til þess að útvega hlífðarbúnað þar sem útlit er fyrir skort í landinu. Unnið væri hörðum höndum að því að panta búnað en það þyrfti að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks enn betur. Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi ný tilmæli um endurnýtingu hlífðarfatnaðar harðlega í gær. Þar var lagt til að fólk framlínustarfsfólk myndi þvo hlífðarfatnað ef það væri mögulegt eða þá geyma hann fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér mikla hættu á smiti ef skortur yrði. Sjá einnig: Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum „Við verðum að gera meira til þess að fá þann hlífðarbúnað sem fólkið í framlínunni þarf,“ sagði Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra í gær. Þó ættu yfirvöld von á sendingu frá Tyrklandi með 400 þúsund hlífðarsloppum. „Við erum að reyna allt til að útvega þann búnað sem við þurfum.“ Í Sunday Times eru bresk yfirvöld gagnrýnd harðlega og því haldið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi misst af fimm neyðarfundum yfirvalda í Bretlandi. Þá hafi undirbúningi verið ábótavant og ekki gripið til aðgerða nógu snemma. Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi og sagði ráðherrann Michael Gove að yfirvöld myndu hvorki fara að aflétta höftum á næstunni né opna skóla. Öll gögn bentu til þess að það væri óskynsamlegt á þessu stigi faraldursins í landinu. Rúmlega 115 þúsund smit hafa verið staðfest í Bretlandi og 15 þúsund látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49 Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Húsnæðismálaráðherra Bretlands segir yfirvöld þurfa að gera enn meira til þess að útvega hlífðarbúnað þar sem útlit er fyrir skort í landinu. Unnið væri hörðum höndum að því að panta búnað en það þyrfti að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks enn betur. Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi ný tilmæli um endurnýtingu hlífðarfatnaðar harðlega í gær. Þar var lagt til að fólk framlínustarfsfólk myndi þvo hlífðarfatnað ef það væri mögulegt eða þá geyma hann fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér mikla hættu á smiti ef skortur yrði. Sjá einnig: Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum „Við verðum að gera meira til þess að fá þann hlífðarbúnað sem fólkið í framlínunni þarf,“ sagði Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra í gær. Þó ættu yfirvöld von á sendingu frá Tyrklandi með 400 þúsund hlífðarsloppum. „Við erum að reyna allt til að útvega þann búnað sem við þurfum.“ Í Sunday Times eru bresk yfirvöld gagnrýnd harðlega og því haldið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi misst af fimm neyðarfundum yfirvalda í Bretlandi. Þá hafi undirbúningi verið ábótavant og ekki gripið til aðgerða nógu snemma. Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi og sagði ráðherrann Michael Gove að yfirvöld myndu hvorki fara að aflétta höftum á næstunni né opna skóla. Öll gögn bentu til þess að það væri óskynsamlegt á þessu stigi faraldursins í landinu. Rúmlega 115 þúsund smit hafa verið staðfest í Bretlandi og 15 þúsund látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49 Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. 18. apríl 2020 11:49
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Mun ekki halda upp á afmælið sérstaklega og vill engin heiðursskot Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. 18. apríl 2020 11:31