Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 12:14 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundinum í bankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34
Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01