Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 12:47 Indverjar standa á merktum stöðum í röð eftir að kaupa nauðsynjar í matvöruverslun í Mumbai. Þriggja vikna útgöngubann tók gildi á miðnætti. AP/Rafiq Maqbool Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira