Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 14:37 Pútín tilkynnti um ákvörðunina um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag. AP/Alexei Druzhinin/Spútník Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30
Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11