Sportið í dag: „Misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu en aldrei hugsað um að hætta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:30 Rögnvaldur Hreiðarsson er einn reynslumesti dómari landsins. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Rögnvaldur Hreiðarsson körfuboltadómari dæmdi á dögunum sinn 2000. leik. Rögnvaldur hefur verið einn farsælasti dómari landsins undanfarin ár en hann hefur dæmt á 25 körfuboltatímabilum í röð. Rögnvaldur var á Skype í Sportinu í dag en Kjartan Atli Kjartansson ræddi þar við hárskerann og dómarann sem nú situr auðum höndum heima hjá sér hálfslappur. „Það er góð spurning. Það þarf mikla þrautseigju og ástríðu. Ég elska körfubolta. Punktur. Ég held að það sé með flesta okkar sem eru fæddir í kringum 1968-1969 og svo er ég 1964 sem höfum verið samferða. Við elskum körfubolta,“ sagði Rögnvaldur. „Ég held að það sé grunnurinn. Ef maður er ekki að dæma þá er maður að horfa á körfubolta. Körfubolti er lífið sjálft. Þetta er það sem maður hugsar um daginn út og daginn inn.“ Rögnvaldur var á sínu 25. tímabili er það var blásið af. Hann segir að hann hafi aldrei fengið leið á körfuboltanum. „Maður er alltaf jafn til í þetta. Auðvitað er misgaman að vera fastur á Holtavörðuheiðinni klukkan eitt að nóttu eftir körfuboltaleik. Það gleður engan. Það hefur aldrei komið til sú hugsun að hætta þessu.“ Aðspurður hvort að áhorfendur séu rólegri nú en áður og láti dómaranna minna heyra það svaraði Rögnvaldur: „Þetta er rosa góð spurning. Almennt trúi ég á það að áhorfendur láti okkur heyra það þegar við gerum vitleysur. Það er ólíklegt ef að 700 áhorfendur garga á þig og þú hafðir rétt fyrir þér og þeir rangt.“ „Ég trúi því að við höfum bætt okkur og erum miklu betri en við vorum. Þriggja dómara reglan breytti miklu í því. Almennt held ég að áhorfendurnir séu meðvitaðir um gæði dómgæslunnar. Ég held að við höfum bætt okkur rosa mikið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Rögnvaldur búinn að dæma 2000 leiki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira