Fjármálaráðherra Hessen fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 12:10 Thomas Schäfer gegndi embætti fjármálaráðherra Hessen í um áratug. Getty Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26