Fjármálaráðherra Hessen fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 12:10 Thomas Schäfer gegndi embætti fjármálaráðherra Hessen í um áratug. Getty Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Sjá meira
Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Sjá meira
Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26