Kapítalisti í sauðagæru? Felix Rafn Felixson skrifar 30. mars 2020 13:30 Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun