Víðtæk jafnréttissjónarmið Sævar Þór Jónsson skrifar 30. mars 2020 16:30 Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun