Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 09:02 Richard Burr var einn þriggja öldungadeildarþingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpi sem bannaði þingmönnum að stunda innherjaviðskipti árið 2012. Viðskipti hans í aðdraganda faraldursins í Bandaríkjunum eru nú til skoðunar. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Norður-Karólínu, er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og situr einnig í heilbrigðis- menntamála-, atvinnumála- og lífeyrisnefnd hennar. Báðar nefndir hafa fengið reglulegar upplýsingar um veiruna og faraldurinn um margra mánaða skeið. AP-fréttastofan segir að Burr hafi selt hlutabréf hans og eiginkonu hans fyrir allt að 1,7 milljónir dollara, jafnvirði um 241 milljónar íslenskra króna, í þrjátíu skömmtum frá lokum janúar fram í um miðjan febrúar. Sum bréfin voru í hótelkeðjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Skömmu síðar byrjuðu fjármálamarkaðir um allan heim að hrynja vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Viðskipti í kauphöllinni í New York voru ítrekuð stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun vegna þess hversu mikið hlutabréfaverð féll. Heimildir Washington Post herma að dómsmálaráðuneytið rannsaki nú viðskiptin í samvinnu við Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC). Lögmaður Burr segir að honum hafi verið heimilt að stunda hlutabréfaviðskipti á grundvelli opinberra upplýsinga líkt og öðrum Bandaríkjamönnum. Lög sem voru samþykkt árið 2012 banna þó þingmönnum, starfsmönnum þeirra og öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að stunda viðskipti sem byggjast á innherjaupplýsingum sem þeir komast yfir í opinberum störfum. Siðanefnd skoðar málið Burr neitar sök en hefur viðurkennt að hafa selt bréfin vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hann hafi hins vegar aðeins reitt sig á almennan fréttaflutning við ákvörðunina um að selja bréfin. Að sögn AP-fréttastofunnar fékk leyniþjónustunefndin sem Burr stýrir engar skýrslur um faraldurinn í vikunni sem þingmaðurinn seldi flest hlutabréfin. Siðanefnd öldungadeildarinnar fer nú yfir hvort Burr hafi brotið siðareglur Bandaríkjaþings með viðskiptunum og heldur lögmaðurinn því fram að það hafi verið að beiðni Burr. Fleiri þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir hlutabréfaviðskipti í aðdraganda faraldursins. Þeirra á meðal er Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Kentucky. Hún seldi hlutabréf sama dag og hún sat fund heilbrigðismálanefndar þingsins þar sem forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins lýstu því hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Bréfin hrundu í verði eftir að Loeffler seldi þau. Í staðinn keypti hún meðal annars hluti í fyrirtæki sem framleiðir fjarfundarbúnað sem mikil eftirspurn ef nú eftir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17