Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:40 Bláfugl sérhæfir sig í fraktflutningum. bluebird Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. Seljandinn, BB Holding ehf. í eigu þeirra Steins Loga Björnssonar, Hannesar Hilmarssonar, Geirs Vals Ágústssonar og Stefáns Eyjólfssonar, hefur fengið kaupverðið greitt sem þó er ekki gefið upp í tilkynningu sem send er út vegna kaupanna. Steinn Logi mun áfram gegna forstjórastöðu hjá Bláfugli til loka aprílmánaðar en Sigurður Örn Ágústsson verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar. Nánari upplýsingar um starfsemi umræddra félaga, eins og þær birtast í fyrrnefndri tilkynningu, má sjá hér að neðan. Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður nýrrar stjórnar.bluebird Um Bláfugl ehf / Bluebird Nordic. Bláfugl starfar undir hjáheitinu Bluebird Nordic. Félagið var stofnað árið 1999 og hóf flugstarfsemi árið 2001 með íslenskt flurekstrarleyfi. Félagið hefur verið með allt að 8 B737 fraktflugvélar í rekstri. Bluebird Nordic starfar einkum á s.k. blautleigumarkaði (e. Wet Lease) erlendis og flýgur þá fyrir önnur félög s.s. DHL, UPS og ASL/FedEx og fleiri. Bluebird Nordic býður upp á daglegt fraktflug milli Íslands og Dublin á Írlandi, með tengingar áfram til Kölnar og Liege. Jafnframt býður félagið, í samstarfi við UPS, Emirates og Aer Lingus, upp á tengingar til og frá Írlandi um allan heim, þ.m.t. til N-Ameríku og Asíu. Bluebird Nordic hefur haldið óbreyttri áætlun til og frá Íslandi og hefur náð að tryggja að þjónusta flutnings til og frá landinu verði fyrir sem minnstri truflun, hvort sem er útflutningur á fiski eða innflutningur á lyfjum og matvælum. Hjá félaginu starfa um 100 manns. Um Avia Solutions Group Avia Solutions Group er stærsta fyrirtæki Mið-og Austur Evrópu í flugtengdri þjónustu. ASG er með um 90 skrifstofur og starfsstöðvar í um 50 löndum. Hjá félaginu og dótturfyrirtækjum starfa um 5.000 manns, tekjur 2019 námu um 1,5ma €. og starfar á flestum sviðum flugtendrar starfsemi. Dótturfélög Avia Solutions Group starfrækja m.a. flugvélaleigu (e. ACMI), viðhald flugvéla (e. MRO) og kaup og sölu flugvéla. Þá býður félagið upp á nám og námskeið fyrir flugmenn og flugfreyjur, m.a. í flughermum, starfrækir fjölda viðhaldsstöðva, leiguflugmiðlun, eldsneytissölu, flugafreiðslustöðvar og fleira tengt flugi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Kýpur en stærsta starfsstöðin er í Litháen Fréttir af flugi Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. Seljandinn, BB Holding ehf. í eigu þeirra Steins Loga Björnssonar, Hannesar Hilmarssonar, Geirs Vals Ágústssonar og Stefáns Eyjólfssonar, hefur fengið kaupverðið greitt sem þó er ekki gefið upp í tilkynningu sem send er út vegna kaupanna. Steinn Logi mun áfram gegna forstjórastöðu hjá Bláfugli til loka aprílmánaðar en Sigurður Örn Ágústsson verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar. Nánari upplýsingar um starfsemi umræddra félaga, eins og þær birtast í fyrrnefndri tilkynningu, má sjá hér að neðan. Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður nýrrar stjórnar.bluebird Um Bláfugl ehf / Bluebird Nordic. Bláfugl starfar undir hjáheitinu Bluebird Nordic. Félagið var stofnað árið 1999 og hóf flugstarfsemi árið 2001 með íslenskt flurekstrarleyfi. Félagið hefur verið með allt að 8 B737 fraktflugvélar í rekstri. Bluebird Nordic starfar einkum á s.k. blautleigumarkaði (e. Wet Lease) erlendis og flýgur þá fyrir önnur félög s.s. DHL, UPS og ASL/FedEx og fleiri. Bluebird Nordic býður upp á daglegt fraktflug milli Íslands og Dublin á Írlandi, með tengingar áfram til Kölnar og Liege. Jafnframt býður félagið, í samstarfi við UPS, Emirates og Aer Lingus, upp á tengingar til og frá Írlandi um allan heim, þ.m.t. til N-Ameríku og Asíu. Bluebird Nordic hefur haldið óbreyttri áætlun til og frá Íslandi og hefur náð að tryggja að þjónusta flutnings til og frá landinu verði fyrir sem minnstri truflun, hvort sem er útflutningur á fiski eða innflutningur á lyfjum og matvælum. Hjá félaginu starfa um 100 manns. Um Avia Solutions Group Avia Solutions Group er stærsta fyrirtæki Mið-og Austur Evrópu í flugtengdri þjónustu. ASG er með um 90 skrifstofur og starfsstöðvar í um 50 löndum. Hjá félaginu og dótturfyrirtækjum starfa um 5.000 manns, tekjur 2019 námu um 1,5ma €. og starfar á flestum sviðum flugtendrar starfsemi. Dótturfélög Avia Solutions Group starfrækja m.a. flugvélaleigu (e. ACMI), viðhald flugvéla (e. MRO) og kaup og sölu flugvéla. Þá býður félagið upp á nám og námskeið fyrir flugmenn og flugfreyjur, m.a. í flughermum, starfrækir fjölda viðhaldsstöðva, leiguflugmiðlun, eldsneytissölu, flugafreiðslustöðvar og fleira tengt flugi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Kýpur en stærsta starfsstöðin er í Litháen
Fréttir af flugi Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira