Hafa áhyggur af dularfullri blóðstorknun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 21:55 Læknir fyrir utan Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. EPA/Peter Foley Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira