Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2020 11:35 Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira