Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2020 11:35 Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira