Leyfi til að elska Dofri Hermannsson skrifar 25. apríl 2020 08:00 Þekkir þú barn sem hefur að mestu eða öllu leyti misst allt samband við annað foreldri sitt og þann hluta fjölskyldu sinnar sem tengist því foreldri? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Foreldrajafnrétti fyrir 3 árum þekkir rúmlega þriðji hver Íslendingur barn í þeirri stöðu. Barn sem ekki hefur leyfi til að elska báða foreldra sína. Í hverjum mánuði leita til okkar foreldrar sem eru að missa samband við barnið sitt vegna erfiðra samskipta við hitt foreldrið. Til okkar leita jafn margar mæður og feður því þetta ofbeldi er ekki bundið við annað kynið. Því miður er fátt sem við getum gert til að hjálpa annað en að gefa góð ráð, því barnaverndaryfirvöld hafa takmarkaðan áhuga á tilfinningalegu ofbeldi og út á við getur litið út fyrir að allt sé í besta lagi. Staðreyndin er þó önnur. Að innræta barni svo mikla skömm, ótta og hatur í garð foreldris að það hafnar sambandi við það er árás á tilfinningalíf barnsins sem það mun líða fyrir alla ævi ef ekki er gripið í taumana og reynt að bæta skaðann. Hvað er það sem gerist? Ofbeldi af þessu tagi byrjar oft í kjölfar sambúðarslita eða þegar annað foreldrið fer í samband eftir skilnað. Það foreldri sem beitir útilokuninni ber þá mjög þungan hug til hins foreldrisins og getur alls ekki þolað að barnið elski áfram þennan einstakling sem því finnst hafa komið svona illa fram. Meðvitað eða ómeðvitað fer þetta foreldri að grafa undan sambandi barnsins við hitt foreldrið t.d. með illu umtali, með því að leita huggunar hjá barninu, með fjandsamlegri framkomu að barninu viðstöddu og með því að sýna barninu vanþóknun ef það tjáir jákvæðar tilfinningar í garð hins foreldrisins. Börnum er eðlislægt að taka inn á sig þær tilfinningar sem foreldrar þeirra sýna og gera þær að sínum og ótti við höfnun foreldris er dýpsti ótti hvers barns. Barn sem er viðvarandi í hollustuklemmu af þessu tagi upplifir á endanum óbærilegan þrýsting á að taka afstöðu með öðru foreldri sínu gegn hinu og velur þá yfirleitt það foreldri sem það óttast meira að hafni því. Fyrir þér sem vini eða ættingja getur litið út fyrir að eitthvað alvarlegt hafi komið upp á í samskiptum útilokaða foreldrisins við barnið sem veldur því að nú vill það ekki lengur hitta það foreldri. Foreldrið sem beitir útilokuninni nýtir sér þetta og gefur vinum sínum ýmsar skýringar á höfnun barnsins. Segir fátt beint út en lætur liggja að ýmsu og þessi loðnu svör geta jafnvel litið út eins og það vilji ekki vera að baktala fyrrverandi maka. Það mun trúlega segjast vera mjög miður sín yfir ástandinu og að það hafi gert allt sem það gat til að fá barnið til að skipta um skoðun. Hvernig getur þú vitað hvað er satt? Best er að kynna sér báðar hliðar málsins. Ef þú gerir það er líklegt að strax komi brestir í þá sögu sem þér hefur verið sögð. Einnig eru nokkur atriði sem ættu að kveikja „rauð ljós“. Ef barnið átti áður gott og ástríkt samband við foreldri sitt er líklegast að það sé ekki vandamálið heldur að vinur/vinkona/ættingi þinn sé að beita foreldraútilokun. Ef barnið hefur ekkert gott að segja um útilokaða foreldrið og virðist ekki finna til minnstu sektar yfir því að hallmæla því og hafna ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja. Jafnvel börn sem eiga mjög gallaða foreldra eru mjög treg til að tala illa um þá og hafna þeim næstum aldrei. Þetta er hins vegar mjög sterkt einkenni á börnum sem eru beitt foreldraútilokun. Ef barnið leggur ríka áherslu á að enginn hafi reynt að hafa áhrif á það og að það hafi alfarið verið þess eigin ákvörðun að hafna foreldri sínu er það enn ein vísbendingin. Ef barnið hafnar ekki aðeins foreldri sínu heldur allri fjölskyldu sinni þeim megin er mjög líklegt að barnið sé beitt foreldraútilokun. Ef barnið á eldra hálfsystkini sem einnig hefur misst samband við sitt foreldri af óljósum ástæðum eru yfirgnæfandi líkur á að bæði börnin séu þolendur foreldraútilokunar af hálfu þess foreldris sem þau búa hjá. Hvað er hægt að gera? Því miður skortir barnaverndarkerfið okkar enn þekkingu til að greina þessi mál og verkferla til að grípa inn í þau. Vonandi breytist það með endurskoðun barnaverndarkerfisins sem nú er unnið að en víða erlendis eru stjórnvöld að vakna til vitundar um hve alvarlegt ofbeldi er hér á ferð. Þá hjálpar til að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt nokkur þjóðríki fyrir að koma ekki í veg fyrir að barn missi samband við foreldri sitt á þennan hátt. Ljóst er að íslenska ríkið hefur brugðist ekki síður en þau. En þangað til barnaverndaryfirvöld á Íslandi fá í hendur þekkingu og aðferðir til að takast á við foreldraútilokun ert þú besta vörn barna sem eru sett í svona alvarlega hollustuklemmu. Sem vinur eða ættingi foreldris sem virðist beita foreldraútilokun getur þú haft samband við útilokaða foreldrið til að heyra þess hlið. Þú getur spurt það foreldri út í atvik sem þér hefur verið sagt frá til að gefa skýringu á því að barnið hafi hafnað því. Það eru miklar líkur á að fátt sé satt af því sem þér var sagt. Þetta krefst ekki mikils af þér, það þarf enginn að vita af samtalinu. Ef niðurstaða þín er sú að vinur þinn eða ættingi hafi beitt barn sitt og barnsforeldri útilokun þarftu að taka afstöðu. Segja hreint út að þetta ástand sé alls ekki eðlilegt, að þetta sé tilfinningaleg misnotkun á barni og ofbeldi gagnvart útilokaða foreldrinu og fjölskyldu þess. Þetta krefst hugrekkis af þér því það er mjög líklegt að þú verðir bannfærð(ur) á sama hátt og útilokaða foreldrið. Ef þú óttast það þá skaltu líka staldra við og hugsa um hvernig er að vera barn þessa foreldris. Ofbeldi þrífst best í þögn og skömm. Við veigrum okkur við því að gera óþægilega hluti og því getur verið þægilegra að líta í hina áttina, að spyrja einskis og þegja frekar en að segja hug sinn. Í dag er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Við skulum hætta að þegja yfir því tilfinningaofbeldi þegar barn er þvingað til að afmá foreldri sitt og fjölskyldu úr lífi sínu. Virðum rétt barna til að elska og njóta samveru við báða foreldra sína, ömmur og afa, frændur og frænkur. Höfundur er formaður Félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þekkir þú barn sem hefur að mestu eða öllu leyti misst allt samband við annað foreldri sitt og þann hluta fjölskyldu sinnar sem tengist því foreldri? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Foreldrajafnrétti fyrir 3 árum þekkir rúmlega þriðji hver Íslendingur barn í þeirri stöðu. Barn sem ekki hefur leyfi til að elska báða foreldra sína. Í hverjum mánuði leita til okkar foreldrar sem eru að missa samband við barnið sitt vegna erfiðra samskipta við hitt foreldrið. Til okkar leita jafn margar mæður og feður því þetta ofbeldi er ekki bundið við annað kynið. Því miður er fátt sem við getum gert til að hjálpa annað en að gefa góð ráð, því barnaverndaryfirvöld hafa takmarkaðan áhuga á tilfinningalegu ofbeldi og út á við getur litið út fyrir að allt sé í besta lagi. Staðreyndin er þó önnur. Að innræta barni svo mikla skömm, ótta og hatur í garð foreldris að það hafnar sambandi við það er árás á tilfinningalíf barnsins sem það mun líða fyrir alla ævi ef ekki er gripið í taumana og reynt að bæta skaðann. Hvað er það sem gerist? Ofbeldi af þessu tagi byrjar oft í kjölfar sambúðarslita eða þegar annað foreldrið fer í samband eftir skilnað. Það foreldri sem beitir útilokuninni ber þá mjög þungan hug til hins foreldrisins og getur alls ekki þolað að barnið elski áfram þennan einstakling sem því finnst hafa komið svona illa fram. Meðvitað eða ómeðvitað fer þetta foreldri að grafa undan sambandi barnsins við hitt foreldrið t.d. með illu umtali, með því að leita huggunar hjá barninu, með fjandsamlegri framkomu að barninu viðstöddu og með því að sýna barninu vanþóknun ef það tjáir jákvæðar tilfinningar í garð hins foreldrisins. Börnum er eðlislægt að taka inn á sig þær tilfinningar sem foreldrar þeirra sýna og gera þær að sínum og ótti við höfnun foreldris er dýpsti ótti hvers barns. Barn sem er viðvarandi í hollustuklemmu af þessu tagi upplifir á endanum óbærilegan þrýsting á að taka afstöðu með öðru foreldri sínu gegn hinu og velur þá yfirleitt það foreldri sem það óttast meira að hafni því. Fyrir þér sem vini eða ættingja getur litið út fyrir að eitthvað alvarlegt hafi komið upp á í samskiptum útilokaða foreldrisins við barnið sem veldur því að nú vill það ekki lengur hitta það foreldri. Foreldrið sem beitir útilokuninni nýtir sér þetta og gefur vinum sínum ýmsar skýringar á höfnun barnsins. Segir fátt beint út en lætur liggja að ýmsu og þessi loðnu svör geta jafnvel litið út eins og það vilji ekki vera að baktala fyrrverandi maka. Það mun trúlega segjast vera mjög miður sín yfir ástandinu og að það hafi gert allt sem það gat til að fá barnið til að skipta um skoðun. Hvernig getur þú vitað hvað er satt? Best er að kynna sér báðar hliðar málsins. Ef þú gerir það er líklegt að strax komi brestir í þá sögu sem þér hefur verið sögð. Einnig eru nokkur atriði sem ættu að kveikja „rauð ljós“. Ef barnið átti áður gott og ástríkt samband við foreldri sitt er líklegast að það sé ekki vandamálið heldur að vinur/vinkona/ættingi þinn sé að beita foreldraútilokun. Ef barnið hefur ekkert gott að segja um útilokaða foreldrið og virðist ekki finna til minnstu sektar yfir því að hallmæla því og hafna ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja. Jafnvel börn sem eiga mjög gallaða foreldra eru mjög treg til að tala illa um þá og hafna þeim næstum aldrei. Þetta er hins vegar mjög sterkt einkenni á börnum sem eru beitt foreldraútilokun. Ef barnið leggur ríka áherslu á að enginn hafi reynt að hafa áhrif á það og að það hafi alfarið verið þess eigin ákvörðun að hafna foreldri sínu er það enn ein vísbendingin. Ef barnið hafnar ekki aðeins foreldri sínu heldur allri fjölskyldu sinni þeim megin er mjög líklegt að barnið sé beitt foreldraútilokun. Ef barnið á eldra hálfsystkini sem einnig hefur misst samband við sitt foreldri af óljósum ástæðum eru yfirgnæfandi líkur á að bæði börnin séu þolendur foreldraútilokunar af hálfu þess foreldris sem þau búa hjá. Hvað er hægt að gera? Því miður skortir barnaverndarkerfið okkar enn þekkingu til að greina þessi mál og verkferla til að grípa inn í þau. Vonandi breytist það með endurskoðun barnaverndarkerfisins sem nú er unnið að en víða erlendis eru stjórnvöld að vakna til vitundar um hve alvarlegt ofbeldi er hér á ferð. Þá hjálpar til að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt nokkur þjóðríki fyrir að koma ekki í veg fyrir að barn missi samband við foreldri sitt á þennan hátt. Ljóst er að íslenska ríkið hefur brugðist ekki síður en þau. En þangað til barnaverndaryfirvöld á Íslandi fá í hendur þekkingu og aðferðir til að takast á við foreldraútilokun ert þú besta vörn barna sem eru sett í svona alvarlega hollustuklemmu. Sem vinur eða ættingi foreldris sem virðist beita foreldraútilokun getur þú haft samband við útilokaða foreldrið til að heyra þess hlið. Þú getur spurt það foreldri út í atvik sem þér hefur verið sagt frá til að gefa skýringu á því að barnið hafi hafnað því. Það eru miklar líkur á að fátt sé satt af því sem þér var sagt. Þetta krefst ekki mikils af þér, það þarf enginn að vita af samtalinu. Ef niðurstaða þín er sú að vinur þinn eða ættingi hafi beitt barn sitt og barnsforeldri útilokun þarftu að taka afstöðu. Segja hreint út að þetta ástand sé alls ekki eðlilegt, að þetta sé tilfinningaleg misnotkun á barni og ofbeldi gagnvart útilokaða foreldrinu og fjölskyldu þess. Þetta krefst hugrekkis af þér því það er mjög líklegt að þú verðir bannfærð(ur) á sama hátt og útilokaða foreldrið. Ef þú óttast það þá skaltu líka staldra við og hugsa um hvernig er að vera barn þessa foreldris. Ofbeldi þrífst best í þögn og skömm. Við veigrum okkur við því að gera óþægilega hluti og því getur verið þægilegra að líta í hina áttina, að spyrja einskis og þegja frekar en að segja hug sinn. Í dag er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Við skulum hætta að þegja yfir því tilfinningaofbeldi þegar barn er þvingað til að afmá foreldri sitt og fjölskyldu úr lífi sínu. Virðum rétt barna til að elska og njóta samveru við báða foreldra sína, ömmur og afa, frændur og frænkur. Höfundur er formaður Félags um foreldrajafnrétti.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun