Skorar á eldri leikmenn KR að taka eitt tímabil í viðbót Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 20:00 Böðvar Guðjónsson hefur gert það gott sem formaður kkd. KR undanfarin ár. vísir/s2s Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, skorar á eldri leikmenn KR-liðsins að taka að minnsta kosti eitt tímabil viðbót í baráttunni með liðinu í Dominos-deild karla. Böðvar var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem hann ræddi meðal annars um heiðursmannasamkomulag sem hann vill gera á milli félaganna, hækkun leikmanna í verði og margt, margt fleira. Hann var svo spurður út í það hvort að hann þyrfti að fara hugsa allt upp á nýtt en lykilmenn KR-liðsins eru komnir á sín eldri ár. Þar má nefna einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar, Jón Arnór Stefánsson, og jafnaldra hans, uppeldisbræður og landsliðsfélaga Helga Má Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson. „Við munum setjast niður með strákunum og stelpunum í næsta mánuði. Ég hef fulla trú á því að það vilji allir taka þátt í þessu verkefni á næsta ári að gera atlögu að titlinum. Síðasti leikur í meistaraflokki karla var á Hlíðarenda og svo var mótið blásið af,“ sagði Böðvar í þættinum. „Þeir sem eru að fara enda sinn feril, ég hugsa þeir vilji fá að kvitta fyrir þetta og taka þátt í úrslitakeppni í síðasta skipti. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að leikmenn KR standi saman og taki einn slag fyrir klúbbinn sinn á næsta ári.“ En þeir yngjast ekki sagði Henry Birgir. „Nei, þeir gera það ekki. Þeir hugsa bara vel um sig. Það er alltaf hægt að nota þá. Þá verður hægt að nota þá í fimmtán til tuttugu mínútur. Ekki 25 og 30 mínútur. Þessir elstu leikmenn okkar voru komnir í hörkugír í lokin.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um elstu leikmenn KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, skorar á eldri leikmenn KR-liðsins að taka að minnsta kosti eitt tímabil viðbót í baráttunni með liðinu í Dominos-deild karla. Böðvar var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem hann ræddi meðal annars um heiðursmannasamkomulag sem hann vill gera á milli félaganna, hækkun leikmanna í verði og margt, margt fleira. Hann var svo spurður út í það hvort að hann þyrfti að fara hugsa allt upp á nýtt en lykilmenn KR-liðsins eru komnir á sín eldri ár. Þar má nefna einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar, Jón Arnór Stefánsson, og jafnaldra hans, uppeldisbræður og landsliðsfélaga Helga Má Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson. „Við munum setjast niður með strákunum og stelpunum í næsta mánuði. Ég hef fulla trú á því að það vilji allir taka þátt í þessu verkefni á næsta ári að gera atlögu að titlinum. Síðasti leikur í meistaraflokki karla var á Hlíðarenda og svo var mótið blásið af,“ sagði Böðvar í þættinum. „Þeir sem eru að fara enda sinn feril, ég hugsa þeir vilji fá að kvitta fyrir þetta og taka þátt í úrslitakeppni í síðasta skipti. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að leikmenn KR standi saman og taki einn slag fyrir klúbbinn sinn á næsta ári.“ En þeir yngjast ekki sagði Henry Birgir. „Nei, þeir gera það ekki. Þeir hugsa bara vel um sig. Það er alltaf hægt að nota þá. Þá verður hægt að nota þá í fimmtán til tuttugu mínútur. Ekki 25 og 30 mínútur. Þessir elstu leikmenn okkar voru komnir í hörkugír í lokin.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um elstu leikmenn KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira