Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 11:53 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35
Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12
40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32