Fann besta erlenda leikmann sem hefur leikið hér á landi í körfuboltabúðum í New Jersey Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 15:15 Kostas Tsartsaris hóf glæstan feril hjá Grindavík tímabilið 1997-98. Þar lék hann undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. vísir/getty Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00
Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00
Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00
Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00