Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:00 Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. VÍSIR/GETTY Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira