Íþróttir eru fyrir alla Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. apríl 2020 08:00 Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun