Faraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabil heimsins í tvö til þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 La Liga á Spáni ætlar að reyna að klára 2019-20 tímabilið en það á eftir að koma í ljós hvort það sé mögulegt. Hér er táknræn mynd af leikbolta deildarinnar með grímu. Getty//Europa Press Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira