Ástæða þess að stefnumótun er það besta í krísu Stefán Sigurðsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun