Jordan vildi frekar semja við Adidas en við Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 16:30 Michael Jordan með Air Jordan skóna sem urðu vinsælustu körfuboltaskór heims. EPA/PAUL HILTON Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag. NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag.
NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30