Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Myndin sem Sam Smith dró upp af Michael Jordan í bókinni The Jordan Rules var önnur en aðdáendur hans þekktu. vísir/getty Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli. NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli.
NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30