Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2020 17:16 Sigmundur Davíð vonar að nýtt lógó Samfylkingarinnar sé til marks um nýja stefnu flokksins. visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“ Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“
Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira