BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 21:06 Ugur Sahin (t.h.) er framkvæmdastjóri BioNTech og Özlem Türeci (t.v.) er yfirlæknir hjá fyrirtækinu BioNTech Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
„Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31
Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40
„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00