Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 13:04 Bólusetningin tók óvæntan snúning með bónorði. Getty Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira