NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 13:01 Steve Kerr fylgist hér áhyggjufullur með leik hjá Golden State Warriors liðinu. Getty/ Ezra Shaw Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira