NBA dagsins: Íhuguðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni en unnu sætan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 14:32 Leikmenn Boston Celtics krupu á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. getty/Michael Reaves Úrslitin réðust á lokandartökunum þegar Miami Heat tók á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01
Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00