Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Sylvía Hall skrifar 8. janúar 2021 00:15 Donald Trump sneri aftur á Twitter eftir tímabundið bann. AP/Susan Walsh Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. „Bandaríkin eru, og verða alltaf að vera, þjóð laga og reglna,“ segir Trump í myndbandinu. Það kveður því við annan tón en í því myndbandi sem hann birti í gær, þar sem hann sagðist skilja reiði fólks og ítrekaði fullyrðingar sínar um víðtækt kosningasvindl. Hann sagðist elska þá sem væru að mótmæla, en bað þá um að fara heim. Samfélagsmiðillinn eyddi myndbandinu í kjölfarið, sem og tveimur öðrum færslum, þar sem þær innihéldu ósannar fullyrðingar og voru taldar geta ýtt undir ofbeldi. Í myndbandinu sem birt var nú fyrir skömmu beindi hann orðum sínum að þeim sem réðust inn í þinghúsið. „Til þeirra sem tóku þátt í ofbeldis- og eyðileggingarverkum: Þið eruð ekki fulltrúar okkar þjóðar. Og til þeirra sem brutu lögin, þið munuð gjalda fyrir það.“ Hann segist leggja mikla áherslu á friðsæla valdayfirfærslu þegar Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Hann kallaði þó eftir endurskoðun á kosningalögum þar í landi. „Framboð mitt reyndi allar leiðir til þess að hnekkja úrslitum kosninganna. Mitt eina markmið var að tryggja heiðarleika kosninganna. Með því var ég að berjast svo hægt væri að verja lýðræðið í landinu.“ pic.twitter.com/csX07ZVWGe— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
„Bandaríkin eru, og verða alltaf að vera, þjóð laga og reglna,“ segir Trump í myndbandinu. Það kveður því við annan tón en í því myndbandi sem hann birti í gær, þar sem hann sagðist skilja reiði fólks og ítrekaði fullyrðingar sínar um víðtækt kosningasvindl. Hann sagðist elska þá sem væru að mótmæla, en bað þá um að fara heim. Samfélagsmiðillinn eyddi myndbandinu í kjölfarið, sem og tveimur öðrum færslum, þar sem þær innihéldu ósannar fullyrðingar og voru taldar geta ýtt undir ofbeldi. Í myndbandinu sem birt var nú fyrir skömmu beindi hann orðum sínum að þeim sem réðust inn í þinghúsið. „Til þeirra sem tóku þátt í ofbeldis- og eyðileggingarverkum: Þið eruð ekki fulltrúar okkar þjóðar. Og til þeirra sem brutu lögin, þið munuð gjalda fyrir það.“ Hann segist leggja mikla áherslu á friðsæla valdayfirfærslu þegar Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Hann kallaði þó eftir endurskoðun á kosningalögum þar í landi. „Framboð mitt reyndi allar leiðir til þess að hnekkja úrslitum kosninganna. Mitt eina markmið var að tryggja heiðarleika kosninganna. Með því var ég að berjast svo hægt væri að verja lýðræðið í landinu.“ pic.twitter.com/csX07ZVWGe— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37