Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 19:38 Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna. AP/ANDREW HARNIK Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45