Vélin var á leið til Pontianak á Brúnei en hún hvarf norður af strönd Jakarta. Vélin hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á minna en mínútu áður en hún hvarf af radar. Talið er að 62 hafi verið um borð, þar af 56 farþegar. Af þeim eru sjö börn og þrjú ungbörn. Þá eru sex í áhöfninni um borð.
Björgunaraðgerðir eru nú í gangi að sögn samgönguráðuneytisins. Síðast náðist samband við vélina klukkan 14:40 að staðartíma, eða klukkan 7:40 að íslenskum tíma. Vélin er 27 ára gömul Boeing 737-500 flugvél.
Viðbragðsaðilar telja sig hafa fundið brak úr flugvélinni í sjónum undan strönd Jakarta. Ekki hefur fengist staðfest hvort að um brak úr véllinni sé að ræða. Íbúar á eyju skammt frá staðnum sem flugvélin hvarf hafa sagt að eitthvað hafi „hrapað og sprungið,“ nálægt eyjunni Male. Þá segjast íbúar á eyjunni hafa fundið brak úr vélinni, sem sýnt var í sjónvarpsfréttum á Indónesíu.
Serpihan pesawat nyaaa#SJ182 pic.twitter.com/tqLj6jzWVc
— deknia. (@niaaaloey) January 9, 2021
Ekki er um að ræða Boeing 737 Max vél, sem voru kyrrsettar í kjölfar þess að tvær vélar af þeirri gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 þar sem samtals 346 fórust. Kyrrsetningu 737 Max vélanna hefur nýlega verið aflétt.
Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 13:11.