Bóluefnablús Ólafur Ísleifsson skrifar 10. janúar 2021 10:01 Af hálfu stjórnvalda er sagt að um helmingur þjóðarinnar fái bólusetningu fyrir mitt ár sem kallar á að 150 þúsund manns verði bólusettir á tímabilinu apríl til júlí. Þetta markmið, von eða trú hefur til þessa ekki verið stutt upplýsingum um afhendingartíma bóluefnis. Kári sýnist vondaufur um árangur af viðræðum þeirra Þórólfs við lyfjafyrirtækið Pfizer og lét hafa eftir sér að ekki nema brot af þjóðinni yrði bólusett fyrir árslok. Vona verður að nýjustu fréttir frá Svíþjóð um hjarðónæmi í sumar fái staðist. Ísraelsmenn hlakka til páskanna Fram hefur komið á mbl.is að Ísraelar hófu bólusetningar 19. desember og hafa að meðaltali bólusett 150.000 einstaklinga á dag. Einstaklingar yfir 60 ára, heilbrigðisstarfsfólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru í forgangshópi. Ísraelar tryggðu sér bóluefni Pfizer og BioNTech snemma í faraldrinum. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra sem beitti sér af alefli persónulega í viðræðum við forstjóra Pfizer hefur boðað að Ísrael verði laust úr gripum faraldurs í febrúar. Ísraelsmenn geta því hlakkað til páskanna og frjálslegri samskipta milli fólks en verið hefur. Gagnrýni úr þýskri átt Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Taka má undir með Kára að skynsamlegt hafi verið að Evrópuríkin tækju höndum saman. Hins vegar sætir framkvæmdin vaxandi gagnrýni. Vefmiðillinn mbl.is vitnar 4. janúar sl. í Stefan Kaiser, fréttastjóra í viðskiptafréttum þýska vefritsins Der Spiegel, sem segir í grein að í samningunum við bóluefnaframleiðendurna hafi ESB samið af sér og þau mistök eigi eftir að reynast dýrkeypt í mannslífum og peningum. Varpar höfundur því fram að vænlegustu bóluefnin hafi þótt of dýr. Kemur fram í frásögn mbl.is að verðlistinn lak út þegar Eva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti óvart verðlista á Twitter rétt fyrir jól. Þar kom fram að skammturinn frá Moderna væri dýrastur, kostaði 18 dollara (2.290 krónur), bóluefnið frá Biontech 12 evrur skammturinn (1.873 krónur) og AstraZeneca væri ódýrast með 1,78 evrur fyrir skammtinn (278 krónur). Er haft eftir Kaiser að verðið á bóluefninu frá AstraZeneca hafi ráðið því að ESB keypti strax í sumar 400 milljónir skammta á spottprís. Enn sé hins vegar ekki búið að leyfa ódýra bóluefnið og virkni þess sé talsvert minni en virkni dýrari efnanna frá Biontech og Moderna. Loks er haft eftir Kaiser að kostnaður við bólefnakaupin hefði verið hlægilegur miðað við það efnahagslega tjón, sem kórónukreppan veldur. Við þekkjum það hér á landi þar sem kostnaður ríkissjóðs nemur milljarði í dag í útgjöldum og töpuðum skatttekjum. Engin tæpitunga í Bretlandi Í breska vikuritinu The Spectator ritar dálkahöfundurinn og rithöfundurinn Matthew Lynn 9. janúar. Hann segir staðreyndirnar liggja fyrir. Á skrifandi stundu hafi Ísrael bólusett 1,2 milljónir manns eða 13% þjóðarinnar, Bandaríkin 4,6 milljónir og Bretland 1,3 milljón manns. En Þýskaland hafi aðeins náð að bólusetja 265 þúsund, Ítalía 128 þúsund og Frakkland einungis 516 manns. Meira að segja Rússland hafi náð að bólusetja 800 þúsund manns. Hvað gekk úrskeiðis, spyr höfundur. Fólk, stjórnmál og skrifræði. Höfundur segir forystufólk ekki hafa ráðið við vandann. Reynslan af von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB sem varnarmálaráðherra Þýskalands hafi ekki lofað góðu. Þá veki ekki traust heilbrigðiskommissar Evrópusambandsins sem á að baki skamman stjórnmálaferil í heimalandi sínu á Kýpur Útkoman var þessi: ESB kom seint til samkvæmisins, lagði fram of fáar pantanir á röngum tíma. Of lág fjárhæð var tekin frá til verkefnisins. Enda þótt Pfizer-bóluefnið sé dýrara en AstraZeneca felur það í sér góð kaup. Hraði skiptir öllu, peningarnir eru smáaurar í stóra samhenginu. Af þessu sýnist mega álykta að ESB sýnist vanbúið í stofnanalegu tilliti og fjárhagslegu til að takast á við heilbrigðismál af þeirri stærð sem veiran kallar á. Höfundur segir að það sem sé enn verra er að stjórnmálasjónarmið hafi ruðst inn í dæmið. Vitnar hann í Der Spiegelum að Frakkland hafi krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af hinu þýska BioNTech (samstarfsfyrirtæki Pfizer) en af franska fyrirtækinu Sanofi. En Sanofi-bóluefnið rak upp á sker sem gerði það haldlaust. Knýjandi spurningar Eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir greindi frá því á þríeykisfundi 17. desember að slík óvissa væri um afhendingu bóluefnis að endurskoða yrði forgangsröðun við bólusetningar kallaði Miðflokkurinn samdægurs eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu um stöðu mála. Af því varð daginn eftir enda kom tilkynning sóttvarnalæknis eins reiðarslag miðað við það sem áður hafði verið gefið til kynna. Í ljósi áframhaldandi óvissu bað Miðflokkurinn skömmu fyrir jól um umræðu á Alþingi milli jóla og nýárs en við því var ekki orðið. Þá hefur af hálfu Miðflokksins á nýju ári verið óskað eftir því að lagðir verði fram samningar þeir sem íslensk stjórnvöld hafa gert við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni. Aðgerðir Miðflokksins beinast að því að eyða upplýsingaóreiðunni um bólusetningar sem gætt hefur undanfarnar vikur. Málið snýst um mannslíf og mikla fjárhagslega hagsmuni. Spurningar eru knýjandi. Ég endurtek spurningar mínar úr fyrri pistli hér á Vísi: Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrir fram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Af hálfu stjórnvalda er sagt að um helmingur þjóðarinnar fái bólusetningu fyrir mitt ár sem kallar á að 150 þúsund manns verði bólusettir á tímabilinu apríl til júlí. Þetta markmið, von eða trú hefur til þessa ekki verið stutt upplýsingum um afhendingartíma bóluefnis. Kári sýnist vondaufur um árangur af viðræðum þeirra Þórólfs við lyfjafyrirtækið Pfizer og lét hafa eftir sér að ekki nema brot af þjóðinni yrði bólusett fyrir árslok. Vona verður að nýjustu fréttir frá Svíþjóð um hjarðónæmi í sumar fái staðist. Ísraelsmenn hlakka til páskanna Fram hefur komið á mbl.is að Ísraelar hófu bólusetningar 19. desember og hafa að meðaltali bólusett 150.000 einstaklinga á dag. Einstaklingar yfir 60 ára, heilbrigðisstarfsfólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru í forgangshópi. Ísraelar tryggðu sér bóluefni Pfizer og BioNTech snemma í faraldrinum. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra sem beitti sér af alefli persónulega í viðræðum við forstjóra Pfizer hefur boðað að Ísrael verði laust úr gripum faraldurs í febrúar. Ísraelsmenn geta því hlakkað til páskanna og frjálslegri samskipta milli fólks en verið hefur. Gagnrýni úr þýskri átt Voru það mistök að binda Ísland við Evrópusambandið varðandi útvegun á bóluefni? Taka má undir með Kára að skynsamlegt hafi verið að Evrópuríkin tækju höndum saman. Hins vegar sætir framkvæmdin vaxandi gagnrýni. Vefmiðillinn mbl.is vitnar 4. janúar sl. í Stefan Kaiser, fréttastjóra í viðskiptafréttum þýska vefritsins Der Spiegel, sem segir í grein að í samningunum við bóluefnaframleiðendurna hafi ESB samið af sér og þau mistök eigi eftir að reynast dýrkeypt í mannslífum og peningum. Varpar höfundur því fram að vænlegustu bóluefnin hafi þótt of dýr. Kemur fram í frásögn mbl.is að verðlistinn lak út þegar Eva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti óvart verðlista á Twitter rétt fyrir jól. Þar kom fram að skammturinn frá Moderna væri dýrastur, kostaði 18 dollara (2.290 krónur), bóluefnið frá Biontech 12 evrur skammturinn (1.873 krónur) og AstraZeneca væri ódýrast með 1,78 evrur fyrir skammtinn (278 krónur). Er haft eftir Kaiser að verðið á bóluefninu frá AstraZeneca hafi ráðið því að ESB keypti strax í sumar 400 milljónir skammta á spottprís. Enn sé hins vegar ekki búið að leyfa ódýra bóluefnið og virkni þess sé talsvert minni en virkni dýrari efnanna frá Biontech og Moderna. Loks er haft eftir Kaiser að kostnaður við bólefnakaupin hefði verið hlægilegur miðað við það efnahagslega tjón, sem kórónukreppan veldur. Við þekkjum það hér á landi þar sem kostnaður ríkissjóðs nemur milljarði í dag í útgjöldum og töpuðum skatttekjum. Engin tæpitunga í Bretlandi Í breska vikuritinu The Spectator ritar dálkahöfundurinn og rithöfundurinn Matthew Lynn 9. janúar. Hann segir staðreyndirnar liggja fyrir. Á skrifandi stundu hafi Ísrael bólusett 1,2 milljónir manns eða 13% þjóðarinnar, Bandaríkin 4,6 milljónir og Bretland 1,3 milljón manns. En Þýskaland hafi aðeins náð að bólusetja 265 þúsund, Ítalía 128 þúsund og Frakkland einungis 516 manns. Meira að segja Rússland hafi náð að bólusetja 800 þúsund manns. Hvað gekk úrskeiðis, spyr höfundur. Fólk, stjórnmál og skrifræði. Höfundur segir forystufólk ekki hafa ráðið við vandann. Reynslan af von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB sem varnarmálaráðherra Þýskalands hafi ekki lofað góðu. Þá veki ekki traust heilbrigðiskommissar Evrópusambandsins sem á að baki skamman stjórnmálaferil í heimalandi sínu á Kýpur Útkoman var þessi: ESB kom seint til samkvæmisins, lagði fram of fáar pantanir á röngum tíma. Of lág fjárhæð var tekin frá til verkefnisins. Enda þótt Pfizer-bóluefnið sé dýrara en AstraZeneca felur það í sér góð kaup. Hraði skiptir öllu, peningarnir eru smáaurar í stóra samhenginu. Af þessu sýnist mega álykta að ESB sýnist vanbúið í stofnanalegu tilliti og fjárhagslegu til að takast á við heilbrigðismál af þeirri stærð sem veiran kallar á. Höfundur segir að það sem sé enn verra er að stjórnmálasjónarmið hafi ruðst inn í dæmið. Vitnar hann í Der Spiegelum að Frakkland hafi krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af hinu þýska BioNTech (samstarfsfyrirtæki Pfizer) en af franska fyrirtækinu Sanofi. En Sanofi-bóluefnið rak upp á sker sem gerði það haldlaust. Knýjandi spurningar Eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir greindi frá því á þríeykisfundi 17. desember að slík óvissa væri um afhendingu bóluefnis að endurskoða yrði forgangsröðun við bólusetningar kallaði Miðflokkurinn samdægurs eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu um stöðu mála. Af því varð daginn eftir enda kom tilkynning sóttvarnalæknis eins reiðarslag miðað við það sem áður hafði verið gefið til kynna. Í ljósi áframhaldandi óvissu bað Miðflokkurinn skömmu fyrir jól um umræðu á Alþingi milli jóla og nýárs en við því var ekki orðið. Þá hefur af hálfu Miðflokksins á nýju ári verið óskað eftir því að lagðir verði fram samningar þeir sem íslensk stjórnvöld hafa gert við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni. Aðgerðir Miðflokksins beinast að því að eyða upplýsingaóreiðunni um bólusetningar sem gætt hefur undanfarnar vikur. Málið snýst um mannslíf og mikla fjárhagslega hagsmuni. Spurningar eru knýjandi. Ég endurtek spurningar mínar úr fyrri pistli hér á Vísi: Var heppilegast að semja um kaup á bóluefni á skrifstofum ráðuneyta? Hefur verið látið reyna á allar leiðir sem einkaaðilar geta boðið upp á? Hvaða kostir voru kannaðir til þrautar? Voru einhverjar leiðir fyrir fram útilokaðar? Verður bið okkar eftir bóluefni lengri en þyrfti? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar