Stjórnmál í sóttkví Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Bólusetningar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar