Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.
Þar er verið að bregðast við ákvæðum nýrrar evrópskrar reglugerðar sem skyldar flugfélög sem fljúga til aðildarríkja ESB að láta starfsmenn í flugi og öryggistengdum störfum að fara í vímuefnapróf.
Ásdís Ýr segir að fyrirtækið ætli að láta verklagið ná til allra starfsmanna, ekki einungis flugmanna og hefst það nú í janúar.
Hún segir að lok mánaðarins muni starfsmenn fá sendan tölvupóst með viðauka við ráðningarsamninginn með ákvæði um þetta nýja verklag.