Saga bíókóngsins á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 10:30 Árni Samúelsson hefur rekið Sambíóin í fjörutíu ár. Hann hefur verið bíókóngur Íslands í 40 ár og er í stjórn næst stærsta kvikmyndafyrirtækis heims enda vel þekktur í geiranum í Hollywood. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira